Málþing um ungt fólk og fjölbreytileika

Fimmtudaginn 20. september standa Vísindafélag Íslendinga og þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn í Hornafirði sameiginlega að málþingi um ungt fólk og fjölbreytileika. Málþingið verður í Nýheimum og hefst kl. 16. Til umfjöllunar verða ýmsar rannsóknir sem varða ungt fólk á Íslandi og stöðu þess en einnig verður fjallað um félagsvísindalegar rannsóknir sem varða ungt fólk á Hornafirði sérstaklega og fjölmenningarmál í sveitarfélaginu.

Erindi flytja: Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima, og Sigríður Þorvarðardóttir, Hildur Ýr Ómarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í sveitarfélaginu Hornafirði, Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus.

Fyrirlesarar og erindi:

  • Hugrún Harpa Reynisdóttir og Sigríður Þorvarðardóttir: „Það virkar að tala við okkur.“
  • Hildur Ýr Ómarsdóttir: Ungt fólk í fjölmenningarsamfélaginu Hornafirði.
  • Jón Gunnar Bernburg: Ungmenni og nærsamfélagið.
  • Berglind Rós Magnúsdóttir: „Ég er bara ekki þessi týpa.“ Skólaval, persónuvirði og tilvistarlegt öryggi meðal framhaldsskólanema.
  • Þórólfur Þórlindsson: Staða ungs fólks á Íslandi.

Viðburðurinn á facebook.
Viðburðurinn á síðu fullveldisafmælisins.