Málþing um ungt fólk og fjölbreytileika

Fimmtudaginn 20. september stóðu Vísindafélag Íslendinga og þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn í Hornafirði sameiginlega að málþingi um ungt fólk og fjölbreytileika. Til umfjöllunar voru ýmsar rannsóknir sem varða ungt fólk á Íslandi og stöðu þess en einnig verður fjallað um félagsvísindalegar rannsóknir sem varða ungt fólk á Hornafirði sérstaklega og fjölmenningarmál í sveitarfélaginu.

Mynd- og hljóðupptaka af málþinginu er á facebook-síðu félagsins en hljóðupptöku af hverju erindi fyrir sig má einnig finna hér á eftir.

 

„Það virkar að tala við okkur.“

Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðumaður Nýheima og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir sögðu frá verkefnum í sveitafélaginu sem varða samfélagsþáttöku ungs fólks.

 

 

„Ég er bara ekki þessi týpa.“ Skólaval, persónuvirði og tilvistarlegt öryggi meðal framhaldsskólanema.

Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands sagði frá rannsóknum sínum meðal framhaldsskólanema á Íslandi.

 

 

Ungmenni og nærsamfélagið.

Jón Gunnar Bernburg prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sagði frá rannsóknum sínum á víxlverkunum milli nærsamfélag ungmenna og afdrifa þeirra í íslensku samfélagi.

 

Ungt fólk í fjölmenningarsamfélaginu Hornafirði

Hildur Ýr Ómarsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar í sveitarfélaginu Hornafirði og Nejra Mesetovic sögðu frá rannsóknum og verkefnum tengdum ungu fólki og fjölbreytileika á Hornafirði.

 

 

Staða ungs fólks á Íslandi.

Þórólfur Þórlindsson prófessor emeritus í félagsfræði við Háskóla Íslands fjallaði um rannsóknir á stöðu ungs fólks á Íslandi og setti þær meðal annars í sögulegt samhengi.

 

Viðburðurinn á facebook.
Viðburðurinn á síðu fullveldisafmælisins.