Málþing um ferðamál

Laugardaginn 13. október 2018 standa Vísindafélag Íslendinga og Rannsóknamiðstöð ferðamála sameiginlega að málþingi um ferðamál. Málþingið verður í Háskólanum á Akureyri og hefst kl. 13.30. Erindi flytja: Gunnþóra Ólafsdóttir, forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu, Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála.