Málþing um veirur og vísindasögu

Málþing um veirur og vísindasögu var haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 7. apríl kl. 13.30. Flutt voru þrjú erindi þar sem sjónum var bæði beint almennt að íslenskri vísindasögu og tilteknum þætti hennar í fortíð og nútíð, þ.e. hvernig rannsóknir á sauðfjársjúkdómum á tilraunastöðinni að Keldum hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni við hana auk þess sem sagt var frá mikilvægum uppgötvunum í nýjustu rannsóknum á Keldum sem skipta máli fyrir samtímann og framtíðina.

Mynd- og hljóðupptaka af málþinginu er á facebook-síðu félagsins en hljóðupptöku af hverju erindi fyrir sig má einnig finna hér á eftir.

Vísindin og þjóðin — í hundrað ár

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, fjallaði um sögu íslenskra vísinda síðustu öldina og tók dæmi um gagnkvæma víxlverkun vísinda og samfélags, þ.e. ýmiss konar áhrif vísindanna á líf fólks og störf en einnig fjölbreytt áhrif samfélagsins á vísindin, verkefnaval og afurðir.
Glærur (ppt)
Upptaka (mp3):

Arfleifð Björns Sigurðssonar

Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði frá arfleifð Björns Sigurðssonar sem kom á fót tilraunastöðinni að Keldum um miðja 20. öld og gerði merkar rannsóknir á mæði-visnuveirunni í sauðfé sem reyndust löngu síðar ómetanlegar við rannsóknir á HIV-veirunni.
Glærur (ppt)
Upptaka (mp3):

Mæði-visnuveira og HIV; margt er líkt með skyldum

Valgerður Andrésdóttir, sameindalíffræðingur á Keldum, gerði grein fyrir nýlegum rannsóknum á mæði-visnuveiru og tók dæmi um hvernig þær hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni við hana.
Glærur (ppt)
Upptaka (mp3):

Útvarpsviðtöl