Framlag íslenskra vísindamanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum

Málþing um jákvæðar horfur í umhverfismálum var haldið á Þjóðminjasafninu 20.september 2019. Vísindafélag Íslands stóð í nóvember síðastliðnum fyrir málþingi undir yfirskriftinni “Umhverfismál á nýrri öld: Viðhorf Íslendinga til loftslags- og orkumála í evrópsku samhengi” þar sem fram kom mikill vilji til að blása baráttuanda í brjóst og sýna bæði hvernig vísindin eru að bregðast við hamfarahlýnun og einnig hvernig heimurinn gæti litið út ef okkur tekst að spyrna við fótum á einhvern hátt.  Því var ákveðið að halda annað málþing þar sem lausnir og jákvæð framtíðarsýn væri leiðarljósið að því gefnu að gripið verði til allra mögulegra ráða.

Erindi flytja:

Brynhildur Davíðsdóttir, professor í umhverfis – og auðlindafræði við Háskóla Íslands og handhafi verðlauna úr Ásusjóði.

Umhverfisleg sjálfbærni, aukin lífsgæði?

Ísland er draumaland ferðamannsins sem hefur áhuga á að njóta óbeislaðra náttúruafla.  Á sama tíma eru Íslendingar heimsmeistarar í framleiðslu rafmagns á mann og losun gróðurhúsalofftegunda á mann er með því hæsta í heimi.  Íslendingar geta verið í fararbroddi þegar kemur að ábyrgð í umhverfismálum, svo sem með því að tryggja kolefnishlutleysi en hvað þarf til?  Hver er staða Íslands þegar kemur að umhverfislegri sjálfbærni, og hverjar eru horfurnar? Hvernig getum aukið okkar umhverfislegu sjálfbærni, og aukið lífsgæði á sama tíma?

Ólafur Arnalds, doktor í jarðvegsfræðum og professor við Landbúnaðarháskóla Íslands:

Fæðuforðabúr komandi kynslóða

Fá lönd jarðar hafa orðið jafnilla úti vegna jarðvegs- og gróðureyðingar og Ísland.  Það er þó eðli moldar hérlendis að binda meira kolefni en aðrar jarðvegsgerðir heimsins. Á Íslandi fer það saman að endurheimta gæði landsins, minnka losun gróðurhúsaloftegunda og að binda þær varanlega í frjósömum vistkerfum — sem jafnframt eru fæðuforðabúr komandi kynslóða.

Edda Sif Aradóttir Pind, doktor í forðafræði jarðhitakerfa og stjórnarformaður íslenskrar NýOrku.

Gas í grjót – CarbFix kolefnisbindingaraðferðin

CarbFix aðferðin er hagkvæm og umhverfisvæn aðferð sem beita má víðar hér á land og á heimsvísu til að binda varanlega koltvíoxíð úr útblæstri t.a.m. orku og iðnvera. Orka Náttúrunnar, dótturfélag OR, hefur nú rekið lofthreinsistöð og niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun samfellt í 5 ár með góðum árangri.

Þorsteinn Svanur Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Klappir, grænar lausnir, segir frá starfsemi fyrirtækisins á vettvangi hugbúnaðarlausna og hvernig gagnsæi og góðar upplýsingar styðja við upplýstar ákvarðanir í umhverfismálum.