Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2020-upptaka

Myndun svarthola og risamassinn í miðju vetrarbrautarinnar

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2020 snerust um svarthol, bæði út frá kenningum og rannsóknum. Breski eðlisfræðingurinn Roger Penrose setti fram kenningu sem tengir saman mynd­un­ svar­hola og al­mennu af­stæðis­kenn­ing­una og þýski stjarneðlisfræðingurinn

Rein­h­ard Genzel og banda­ríski stjörnufræðingurinn Andr­ea Ghez hafa sýnt fram á að ósýnilegur og afar eðlisþungur hlutur stýrir hreyfingu stjarna í miðju vetrarbrautarinnar og risasvarthol er eina mögulega skýringin. Í fyrirlestrinum var farið yfir þessar rannsóknir og þær kynntar. Athugið að fyrirlesturinn fór fram á ensku. 

Watse Sybesma  er fæddur árið 1989 í Hollandi og tók doktorspróf frá háskólanum í Utrecht  þar sem hann vann að rannsóknum á svartholum. Að því loknu fékk hann styrk frá Rannís til að halda áfram að vinna að rannsóknum sem nýdoktor við Háskóla Íslands.