Stofnun félagsins 1. des. 1918

Sunnudaginn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til að efla vísindastarfsemi í landinu. Sá dagur er talinn stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Félagsmenn voru upphaflega „þeir núverandi fastir kennarar við Háskóla Íslands, er þess óska“. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Ágúst H. Bjarnason forseti, Einar Arnórsson ritari og Guðmundur Finnbogason gjaldkeri. Upphaflegur fjöldi félagsmanna var 13.