Nóbelsverðlaunin

Fræðslufundir um nóbelsverðlaunin

Vísindafélag Íslands hefur frá árinu 2013 boðið almenningi upp á fræðsluerindi um nóbelsverðlaunahafa hvers árs og rannsóknir þeirra. Erindin eru ætluð almenningi til að kynnast því sem ber hæst í vísindum hverju sinni og eru öllum opin auk þess sem upptökur frá fundum og þingum eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum Málþing og fræðslufundir > Nóbelsverðlaunin.