Um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum

Opinn aðgangur (e. open access) er þekkt hugtak í umræðunni um rannsóknir og birtingar fræða- og vísindafólks og snýst um óheftan aðgang almennings, nemenda háskóla og fræða- og vísindafólks um allan heim að rannsóknarniðurstöðum sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Þetta geta verið rannsóknir styrktar með fé úr opinberum sjóðum eða fé sem rennur til háskólanna af fjárlögum og fer að hluta til rannsóknarstarfa innan þeirra. Hugmyndafræðin um opinn aðgang er í grunninn einföld en krefst samtals innan vísindasamfélagsins því sú breyting sem hlýst af víðtækum opnum aðgangi veltir af stað menningar- og kerfisbreytingu sem mun hafa áhrif á störf vísindafólks hvarvetna.

Frummælendur voru Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík,  Sigurbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands og  Sigurgeir Finnsson,  verkefnastjóri hjá Landsbókasafni Íslands  Háskólabókasafni. Í pallborði bætast við Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur í  forsætisráðuneytinu, Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur og einkaleyfaráðgjafi og Sóley Morthens þróunarstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun.

Fundarstjóri var Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.