Vísindafélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1918 sem félagsskapur íslenskra vísindamanna á öllum sviðum vísinda með það markmið að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum allar götur síðan, óháð stofnunum og þvert á fræðigreinar.

Á aldarafmælinu árið 2018 stóð félagið m.a. fyrir röð málþinga um vísindi og samfélagslegar áskoranir og efndi einnig til samstarfs við Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísindamanna. Árið 2019 verður einnig efnt til málþinga og áfram unnið að framgangi vísinda í menningunni og samfélaginu.