Vísindafélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1918 sem félagsskapur íslenskra vísindamanna á öllum sviðum vísinda með það markmið að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum allar götur síðan, óháð stofnunum og þvert á fræðigreinar.

Á aldarafmælinu árið 2018 stendur félagið m.a. fyrir röð málþinga um vísindi og samfélagslegar áskoranir og hefur einnig efnt til samstarfs við Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísindamanna.

Auglýsing um stöðu verkefnisstjóra Vísindafélags Íslendinga

Vísindafélag Íslendinga leitar að hugmyndaríkum verkefnisstjóra með brennandi áhuga á vísindum, vísindamiðlun og grasrótarstarfi tengdu eflingu vísindanna á Íslandi til að leiða fjölbreytt verkefni á vegum félagins.

Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið má nálgast hér.