Aldarafmæli

Vísindafélag Íslendinga verður 100 ára gamalt 1. desember 2018. Í tilefni af aldarafmælinu stendur félagið fyrir röð málþinga um vísindi og samfélagslegar áskoranir á árinu.

Annar liður í afmælisdagskránni er samstarf við Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísindamanna þar sem umfjöllun um fræðimenn birtist daglega allt árið: Markmiðið er að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hérlendis og þýðingu þess fyrir samfélagið allt.