Málþing og fræðslufundir

Vísindafélag Íslands starfar óháð stofnunum og þvert á fræðigreinar og er því frjór vettvangur vísindaumræðu í íslensku samfélagi. Félagið stendur iðulega fyrir málþingum þar sem tekin eru fyrir ýmis fróðleg og áhugaverð málefni sem tengjast samtíma og samfélagi. Lagt er kapp á að fá fyrirlesara úr ólíkum fræðigreinum sem nálgast málefnið á mismunandi hátt. Hægt er að nálgast upptökur af málþingunum undir flipanum Málþing og fræðslufundir.

Fræðslufundir um nóbelsverðlaunin

Vísindafélag Íslands hefur frá árinu 2013 boðið almenningi upp á fræðsluerindi um nóbelsverðlaunahafa hvers árs og rannsóknir þeirra. Erindin eru ætluð almenningi til að kynnast því sem ber hæst í vísindum hverju sinni og eru öllum opin auk þess sem upptökur frá fundum og þingum eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum Málþing og fræðslufundir.