Fjárfest til framtíðar: fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi

Vísindafélag Íslendinga stóð fyrir málþingi til þess að ræða fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi á Þjóðminjasafninu, föstudaginn 29. mars 2019. Málþingið var hluti af fyrirlestraröðinni Vísindin og samfélagslegar áskoranir framtíðar.

Tilgangur málþingsins var að greina sögu og þróun fjármögnunar á grunnrannsóknum og setja í samhengi við umgjörð vísindarannsókna og stöðu ungra vísindamanna á Íslandi.
Hvatinn að þinginu er sú staðreynd að árangurshlutfall Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs er nú komið niður í það lægsta sem gerðist árin eftir hrun, en lækkunina má alfarið rekja til aukinnar sóknar í sjóðina sem ber vott um þá miklu grósku sem skapast hefur í grunnrannsóknum á Íslandi undanfarin ár, en ekki er ljóst hvernig stjórnvöld ætla sér að mæta þessari grósku.

Fundarstjóri var Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga.

Hljóðupptöku af hverju erindi fyrir sig má finna hér á eftir.

Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga setti málþingið

Kristján Kristjánsson, Forstöðumaður rannsóknarþjónustu HR fór yfir þróun Rannsóknasjóðs og þróun rannsókna við HR.

Árni Fannar Sigurðsson, sérfræðingur í fyrirtækjarannsóknum á Fyrirtækjasviði Hagstofu Íslands gerði grein fyrir mælingum Hagstofu Íslands á rannsóknum og þróunarstarfi.

Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor og stundakennari í kynjafræði við Háskóla Íslands fjallaði um fjármögnun rannsókna með áherslu á ungt vísindafólk.

Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala og dósent í færsluvísindum og barnalækningum við Háskóla Íslands gerði grein fyrir reynslu sinni af uppbyggingu rannsóknarhóps við Johns Hopkins Háskóla.

Pallborðsumræður