Ásusjóður

Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright, Ásusjóður, var stofnaður á hálfrar aldar afmæli Vísindafélagsins 1. desember 1968. Sjóðinn stofnaði Ása til minningar um eiginmann sinn, ættingja og aðra venslamenn. Sjóðurinn skyldi vera sjálfstæður verðlaunasjóður, og skyldu vextir af honum standa undir fjárveitingum og viðurkenningargjöfum. Í stofnskrá er gert ráð fyrir að verðlaunaveiting úr sjóðnum fari fram við opinbera athöfn, þar sem skýra skal frá ástæðum fyrir verðlaunaveitingunni. Formaður þriggja manna stjórnar sjóðsins er Sigrún Ása Sturludóttir, frænka Ásu.

Ása Guðmundsdóttir fæddist að Laugardælum í Flóa 12. apríl 1892. Ung gekk hún að eiga enskan lögmann, dr. Henry Newcomb Wright. Þau bjuggum um árabil í Englandi, þar sem þau sáu um rekstur á landi og húseignum, en í lok síðari heimsstyrjaldar settust þau að á Trinidad í Vestur-Indíum, sem þá var bresk nýlenda. Þar áttu þau og ráku plantekru á landsvæði, sem síðar var friðlýst vegna stórbrotinnar náttúru og sérstæðs fuglalífs. Var það fyrir tilstilli Ásu, að búgarði hennar var breytt í aðsetur náttúruskoðara og vísindamanna, en samtök þeirra festu að lokum kaup á eign hennar. Þegar Ása seldi búgarðinn, sá hún um að andvirði eignarinnar yrði meðal annars varið til stofnunar þessa sjóðs sem frá 1969 hefur árlega veitt viðurkenningu Íslendingi sem unnið hefur veigamikið vísindalegt afrek á Íslandi eða fyrir Ísland.

Eftirfarandi hafa hlotið viðurkenningu Ásusjóðs:

2019: Vilmundur Guðnason, læknir hjá Hjartavernd                                                  2018: Brynhildur Davíðsdóttir, umhverfis- og auðlindafræði                            2017: Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræði
2016: Guðrún Larsen, jarðfræði
2015: Þorsteinn Loftsson, lyfjaefnafræði
2014: Gísli Pálsson, mannfræði
2013: Helgi Björnsson, jöklafræði
2012: Gylfi Zöega, hagfræði
2011: Kristján Kristjánsson, heimspeki
2010: Inga Þórsdóttir, næringarfræði
2009: Höskuldur Þráinsson
2008: Einar Stefánsson
2007: Gunnar Karlsson
2006: Steinar Þór Guðlaugsson
2005: Helga Ögmundsdóttir & Jórunn Erla Eyfjörð
2004: Stefán Aðalsteinsson
2003: Elsa E. Guðjónsson
2002: Kristján Sæmundsson
2001: Þráinn Eggertsson
2000: Haraldur Sigurðsson
1999: Hermann Pálsson
1998: Ólafur Ólafsson
1997: Jakob Jakobsson
1996: Oddur Benediktsson
1995: Guðmundur E. Sigvaldason
1994: Þórður Tómasson
1993: Margrét Guðnadóttir
1992: Ólafur Halldórsson
1991: Sveinbjörn Björnsson
1990: Halldór Halldórsson
1989: Hörður Ágústsson
1988: Jón Jónsson
1987: Sigurbjörn Einarsson
1986: Guðmundur Pálmason
1985: Unnsteinn Stefánsson
1984: Ólafur Bjarnason
1983: Sigmundur Guðbjarnason
1982: Jónas Kristjánsson
1981: Sigurður Thoroddsen
1980: Lúðvík Kristjánsson
1979: Sigurður Sigurðsson
1978: Haraldur Sigurðsson
1977: Steindór Steindórsson
1976: Páll A. Pálsson
1975: Jón Steffensen
1974: Jakob Benediktsson
1973: Þorbjörn Sigurgeirsson
1972: Baldur Líndal
1971: Ingimar Óskarsson
1970: Sigurður Þórarinsson
1969: Sigurður Nordal