Umsókn um aðild

Í 6. grein laga Vísindafélags Íslands er fjallað um inntöku nýrra reglulegra félaga. Greinin er svohljóðandi:

„Umsókn um aðild að félaginu skal berast forseta félagsins ásamt feril- og ritaskrá á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Stjórn félagsins metur vísindalega hæfni umsækjenda á grundvelli menntunar og vísindastarfa. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi sýnt fram á sjálfstæðar rannsóknir og birtingu þeirra á viðurkenndum og ritrýndum vettvangi. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna þarf að vera samþykkur inntöku nýrra félagsmanna.“

Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér.