Umhverfismál á nýrri öld: Viðhorf Íslendinga til loftslags- og orkumála í evrópsku samhengi

Föstudaginn 16. nóvember stóð Vísindafélag Íslendinga fyrir málþingi um umhverfismál í samstarfi við Félagsfræðingafélag Íslands, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnun, Umhverfis- og auðlindafræði og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði.

Mynd- og hljóðupptaka af málþinginu er á facebook-síðu félagsins. Hljóðupptöku af hverju erindi fyrir sig má finna hér á eftir.

Erindi:

Lífsviðhorf Evrópubúa (e. European Social Survey)

Árni Bragi Hjaltason, verkefnastjóri við Félagsvísindastofnun gerði grein fyrir könnuninni „Lífsviðhorf Evrópubúa“ (e. European Social Survey) sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun haustið 2016.

 

Hvað hafa Íslendingar um loftslagsbreytingar að segja?

Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild fjallaði um hvað Íslendingar hafa um loftslagsbreytingar að segja og setti í samhengi við viðhorf annarra í Evrópu.

 

Viðhorf Íslendinga til orkumála: Erum við jafnfrábær og allir halda?

Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði rýndi í viðhorf Íslendinga til orkumála í evrópsku samhengi og velti fyrir sér hvort við, Íslendingar, séum jafnfrábærir og allir halda varðandi orkumál.

 

Hver ber ábyrgð?

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild fjallaði um hvernig almenningur lítur á sína eigin ábyrgð og ábyrgð stjórnvalda þegar kemur að aðgerðum í umhverfismálum. Að auki kom hún inn á hvers konar aðgerðir það eru sem almenningur styður, t.d. hækkun á sköttum eða lagabreytingar.

 

Pallborðsumræðum stýrði Þorvarður Árnason umhverfisheimspekingur, náttúrufræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði. Þátttakendur í pallborði voru: Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka Íslands, Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og varaformaður Loftslagsráðs og Halldór Björnsson Hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands og formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

 

Fjölmiðlaumfjöllun um málþingið:

Umfjöllun í kvöldfréttum Rúv

Viðtal við Sigrúnu Ólafsdóttur og Helgu Ögmundardóttur í Samfélaginu