Þann 29. maí 2019 stóð Vísindafélagið fyrir málþingi um þær áskoranir sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir með tilliti til framtíðar, og sérstaklega þegar kemur að aukinni tæknivæðingu samfélagsins en Ísland er nánast í neðsta sæti yfir nýsköpunarhæfni á alþjóðlegum listum.
Frummælendur voru Kristjana Stella Blöndal, dósent við Náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og doktor í uppeldis- og menntavísindum og Haukur Arason,dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Umræðum stýrði Kristján Leósson verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en hann var einnig fundarstjóri. Í pallborði sátu Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar og Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs Háskóla Íslands auk frummælenda.