Netfyrirlestur um Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2020

Á morgun, miðvikudaginn 28. október mun Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingar – og lifrarsjúkdómum halda fyrirlestur á vegum Vísindafélagsins um Nóbelsverðlaunin í læknisfræði sem voru veitt fyrir rannsóknir á veirunni sem veldur lifrarbólgu C en Sigurður er einn helsti sérfræðingur landsins í meðhöndlun sjúkdómsins.

Fyrirlesturinn er hluti af árlegri fyrirlestrarröð Vísindafélagsins um Nóbelsverðlaunahafa hvers árs og verða fyrirlestrar næstu tvo miðvikudaga og föstudaga.

Fyrirlesturinn hefst kl 12 og fer fram gegnum fjarfundakerfið Zoom og þessi hlekkur https://eu01web.zoom.us/j/66356278006 vísar beint á hann.