Myndun svarthola og risamassinn í miðju vetrarbrautarinnar
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2020 snerust um svarthol, bæði út frá kenningum og rannsóknum. Breski eðlisfræðingurinn Roger Penrose setti fram kenningu sem tengir saman myndun svarhola og almennu afstæðiskenninguna og þýski stjarneðlisfræðingurinn
Reinhard Genzel og bandaríski stjörnufræðingurinn Andrea Ghez hafa sýnt fram á að ósýnilegur og afar eðlisþungur hlutur stýrir hreyfingu stjarna í miðju vetrarbrautarinnar og risasvarthol er eina mögulega skýringin. Í fyrirlestrinum var farið yfir þessar rannsóknir og þær kynntar. Athugið að fyrirlesturinn fór fram á ensku.
Watse Sybesma er fæddur árið 1989 í Hollandi og tók doktorspróf frá háskólanum í Utrecht þar sem hann vann að rannsóknum á svartholum. Að því loknu fékk hann styrk frá Rannís til að halda áfram að vinna að rannsóknum sem nýdoktor við Háskóla Íslands.