Hin árlega fyrirlestraröð félagsins um Nóbelsverðlaunin hefst næsta miðvikudag. Vegna Covid-19 mun hún fara fram á Zoom og munu hlekkir á hvern fyrirlestur birtast hér daginn áður en fyrirlestrarnir fara fram.
Hér má sjá dagskrána en fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 12 á hádegi.
Miðvikudagur 28. október
Sigurður Ólafsson,sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og lifrarlækningum, kynnir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði
Föstudagur 30. okt
Zhao-He Watse Sybesma, nýdoktor við Raunvísindadeild HÍ, kynnir Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í samstarfi við Eðlisfræðifélagið.
Miðvikudagur 4. nóvember
Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, kynnir Nóbelsverðlaunin í efnafræði
Föstudagur 6. nóvember
Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor í matvælafræði við HÍ, kynnir Friðarverðlaun Nóbels