Aðalfundur 2018

Aðalfundur Vísindafélags Íslendinga verður haldinn fimmtudaginn 31. maí 2018 kl. 11:00 í sal Þjóðminjasafns Íslands.

Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla forseta
Ársreikningar félagsins
Ákvörðun um félagsgjöld
Kosning stjórnarmanna
Kosning skoðunarmanna
Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffi og kl. 12:00 flytur síðan dr. Sigríður Sigurjónsdóttir erindi um fyrstu niðurstöður þeirra Eiríks Rögnvaldssonar í öndvegisverkefni um stafrænt sambýli íslensku og ensku en þau eru bæði prófessorar í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.