Félagsfundur vegna lagabreytinga í Læknagarði 24. maí kl. 16

Kæru félagar í Vísindafélaginu,

félagsfundur verður haldinn í stofu 201 í Læknagarði föstudaginn 24. maí klukkan 16. Á dagskrá eru lagabreytingartillögur stjórnar en tímabært er að endurskoða lögin þar sem það var síðast gert 2009. Lagabreytingarnar má kynna sér hér.

Fundurinn er undirbúningsfundur fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 29. mai kl. 11 í Þjóðminjasafninu. Þar verður auk venjulegra aðalfundarstarfa haldið málþing um vísindakennslu sem nánar verður auglýst síðar.

Með kveðju,
stjórn Vísindafélags Íslendinga