Aðalfundur miðvikudag 20. maí kl 12 í sal Þjóðminjasafnsins

Kæru félagar í Vísindafélaginu,

Aðalfundur Vísindafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 20. maí 2020 kl. 12:00 í sal Þjóðminjasafns Íslands að því gefnu að reglur um samkomur breytist ekki. Einnig verður mögulegt að fylgjast með fundinum á fundaforritinu Zoom og verða nánari leiðbeiningar sendar félagsmönnum þegar nær dregur. 

Dagskrá:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla forseta

Ársreikningar félagsins

Ákvörðun um félagsgjöld

Kosning í embætti forseta

Kosning stjórnarmanna

Kosning skoðunarmanna

Önnur mál

Með kveðju, 

stjórn Vísindafélags Íslands