Aðalfundur Vísindafélagsins 20. maí 2020

Aðalfundur Vísindafélags Íslands var haldinn í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 20. maí síðastliðinn og var fundinum einnig streymt á fundaforritinu Zoom.

Fundarstjóri var Erna Magnúsdóttir, forseti félagsins, og fór hún yfir starfsemi ársins. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, féhirðir, kynnti ársreikninga félagsins og einnig var kosið í stjórn þar sem þrír stjórnarmenn létu af stjórnarsetu, þau Oddur Vilhelmsson, Snævar Sigurðsson og Þórdís Ingadóttir og þakkar félagið þeim vel unnin störf. Í þeirra stað voru kosin þau Bylgja Hilmarsdóttir, Elmar Geir Unnsteinsson og Kristinn Pétur Magnússon. Ásamt þeim Eyju, Ernu og nýjum stjórnarmönnum sitja einnig í stjórn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson ritari félagsins og Sigrún Ólafsdóttir.

Ennfremur var kjörinn nýr skoðunarmaður í stað Bjarnheiðar Guðmundsdóttur og var það Magnús Már Halldórsson en Halldór Ármannsson heldur áfram störfum fyrir félagið Voru Bjarnheiði einnig þökkuð vel unnin störf.

Rætt var um málþinga – og fræðslufundadagskrá félagsins það sem eftir lifir árs en hún hefur raskast töluvert vegna Covid-19 faraldursins það sem af er ári. Upplýsingar um viðburði á vegum félagsins munu eftir sem áður birtast á þessari síðu eftir því sem efni standa til.

. Að svo búnu var fundi slitið.