Vísindafélag Íslendinga verður Vísindafélag Íslands

Á framhaldsaðalfundi Vísindafélagsins sem haldinn var í Þjóðminjasafninu 26. júní síðastliðinn voru lagabreytingar stjórnar samþykktar einróma. Ein viðamesta breytingin er sú að nafni félagsins var breytt og heitir það nú Vísindafélag Íslands.

Það er trú stjórnar að með þessum lagabreytingum verði lagður enn sterkari grunnur að öflugu starfi félagsins í þágu vísindamiðlunar og lifandi umræðu um vísindi og vísindastarf á Íslandi.