Covid sem alheimsverkefni – málþing

Það er ljóst að Covid-19 faraldurinn snertir ekki aðeins einstaklinga og þjóðlönd heldur erum við að fást við alheimsvanda sem þarf að leysa með áður óþekktum aðferðum. Vísindafélag Íslands stendur fyrir málþingi þriðjudaginn 24. Nóvember á Zoom með yfirskriftinni „Covid sem alheimsverkefni“ þar sem fjallað verður um þær sameiginlegu áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir í kjölfar faraldursins.

Frummælendur eru:

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, ræðir um siðferðileg álitamál sem upp hafa komið varðandi Covid

Hafdís Hanna Ægisdóttir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, ræðir umhverfismál í samhengi við heimsfaraldurinn

Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ talar um hóphegðun

Lisa Herzog, prófessor í heimspeki við University of Groeningen ræðir rammann um sanngjarna útdeilingu bóluefnis.

Fundarstjóri er Elmar Geir Unnsteinsson.

Athugið að málþingið fer fram á ensku.

Hlekkur verður settur hér inn að morgni fundardags og upptaka af málþinginu verður einnig aðgengileg á síðunni að því loknu.